Skilmálann samþykkir kaupandi með staðfestingu á kaupum.

  1. Almennt

Seljandi er Húnar ehf., kt. 58098-2699, (Ego Dekor) vsk.nr. 58298, Bæjarlind 12, 201 Kópavogi. Félagið er skráð í Firmaskrá Íslands. Kaupandi er sá sem skráður er fyrir viðskiptum.

Skilmálar þessir skilgreina réttindi og skyldur seljanda sem og kaupanda.

Gerður er fyrirvari um prentvillur á vef Ego Dekor, verðbreytingar og birgðastöðu.

 

  1. Vöruverð:

Uppgefin verð eru með VSK en án sendingarkostnaðar.

Verð í netverslun geta breyst án fyrirvara.

 

  1. Pöntun:

Þegar pöntun er staðfest er pöntunarstaðfesting send á uppgefið netfang kaupanda. Ef pöntunarstaðfesting berst ekki er hægt að hafa samband við verslun í síma 544442.

Staðfest pöntun telst bindandi milli kaupanda og seljanda.

 

  1. Greiðslumátar:

Hægt er að greiða fyrir vörur í vefverslun með eftirfarandi hætti:

– VISA, MasterCard og Maestro

– Netgiro

– Pei

– Síminn Pay

 

  1. Afhending vöru:

Vara er afhent þegar staðfest greiðsla hefur borist. Afhendingartími getur tekið allt að 4 virkum dögum. Kaupandi getur að sjálfsögðu sótt greiddar vörur í verslun okkar, Bæjarlind 12, Kópavogi, eða í vöruhús, Lyngás 15, Garðabæ. Sé vara ekki sótt innan 30 daga teljast kaupin fallin úr gildi og seljandi áskilur sér rétt til þess að selja vöruna. Hægt er að semja um geymslu á vörum, vinsamlegast hafið samband við verslun í síma 5444420 eða sendið fyrirspurn á verslun@egodekor.is

 

  1. Sendingarkostnaður:

Kaupandi tilgreinir í pöntun sendingarmáta og er sendingarkostnaður alfarið á hans kostnað og ábyrgð. Ef senda á innan höfuðborgarsvæðisins hafið samband við verslun í síma 5444420. Áhættuflutningar III kafli, 14. gr.

Ath. Flutningur vöru á flutningaþjónustur eru í boði seljanda,  kaupanda að kostnaðarlausu.

Vert er að kynna sér gjaldskrár flutningaþjónustu, td.:

Flytjandi

Landflutningar

Pósturinn

 

  1. Skilaréttur/endurgreiðsla:

Vörum er aðeins hægt að skila eða skipta gegn framvísun kvittun/reiknings.

Einungis vöru í órofnum, upprunalegum umbúðum er hægt að skila eða skipta.

Skilafrestur vöru eru 14 dagar.

Ef um endurgreiðslu er að ræða er eingöngu greitt inn á reikning þess sem skráður er fyrir kaupum á kvittun/reikning sem framvísað er.

Ath. Sendingar- og flutningskostnaður er ekki endurgreiddur.

Útsölu- og tilboðsvörum er ekki hægt að skila eða skipta.

Ábyrgðartími vöru eru tvö ár frá afhendingu til einstaklinga en eitt ár til fyrirtækja. Ábyrgð seljanda nær ekki yfir eðlilegt slit og notkunar, né rangrar eða illrar meðferðar vöru.

Gildistími gjafabréfa og inneigna er eitt ár frá dagsetningu.

Neytendalög

Ef vara reynist gölluð skal kaupandi tilkynna það umsvifalaust til seljanda. Seljandi áskilur sér rétt til að ganga úr skugga um hvort vara sé sannarlega gölluð hjá fagaðilum, lagfæra gallaða vöru, bæta fyrir með nýrri samskonar vöru, veita afslátt eða endurgreiða. Ef ekki reynist um galla að ræða ber kaupandi allan kostnað vegna athugana og/eða viðgerða vörunnar.

 

  1. Trúnaður:

Með samþykki skilmála þessa skuldbindur kaupandi sig til þess að gefa, eftir bestu samvisku, réttar og nákvæmar upplýsingar hvað kaupin varða.

Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði varðandi allar þær upplýsingar sem veittar eru. Upplýsingarnar verða ekki undir neinum kringumstæðum veittar þriðja aðila.

https://www.althingi.is/lagas/148b/2000077.html

 

  1. Lög og varnarþing

Skilmálar þessir eru í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna þeirra skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjaness.

 

Rekstraraðili: Húnar ehf.
Húsgagnaverslunin Ego Dekor
Bæjarlind 12, 201 Kópavogi
Kennitala: 580598-2699
VSK Númer: 58298
Opið til 18
Sími 544-4420